Færsluflokkur: Bloggar

Árið 2008:)

Jæja mig langar að líta yfir árið í heild sinni á síðasta degi ársins:)

Janúar byrjaði að sjálfsögðu með pompi og prakt! Sprengdur inn með áramótagleði og fullu fólki  :p Um leið byrjaði svo afmælishrinan!

Febrúar er Febrúar.. stuttur en allveg nóg að gera, þekki nokkur stykki sem héldu uppá afmælin sín þá:) Það var gaman og um leið vann ég meira í sjálfri mér:) 

Mars kom og enn fleiri afmæli.. ágætis mánuður.. páskarnir og svona rólegheit:)

Apríl var samt mánuður mánaðanna! Apríl inniheldur afmælisdaginn minn þann 18. apríl! Á þeim herranns degi héldu ég og Fanney upp á tvítugs afmælin okkar í sameiningu á tunglinu með 80' þema! :D Án ef besta afmæli sem ég hef átt lengi!!! 

Maí var tilfinningaþrunginn en góður:) Fór til Danmerkur í lok maí með systrum mínum:) Það var mjög gaman og ekkert smá gott veður allan tímann! :)

Júní.. í júní þá var ég að vinna einsog enginn væri morgundagurinn!

Júlí fór ég til Tenerife með stelpunum.. án ef mjög áhugaverð ferð.. og ekkert smá gaman! Ætla aftur þangað einhverntímann:) 

Ágúst kom og lífið var yndislegt í eyjum:) Fyrir utan að einhver stal bjór frá mér! En síðasta kvöldið satt ég svo hátt í brekkunni að blysin voru bara rétt fyrir aftan! Og þegar Páll Óskar steig á sviðið þá skelltum við okkur í renniferð í drullunni niður brekkuna og dönsuðum! 

September var fínn vinna og skóli..

Október kom og maður fór að pæla að tíminn liði alltof hratt! 

Nóvember.. nóvember bara kom og fór jafnfljótt:O

Desember.. ég kláraði gjafirnar snemma.. borðaði góðan mat á aðfangadag þrátt fyrir að vera með eikkað í hálsinum, borðaði góðan mat öll jólin reyndar:) Svo fór marr í partý og svoleiðis og bæinn og fleira.. Og í dag er síðasti dagur ársins! 

2008 hefur verið rosalega gott ár! Það einkenndist af partýum, gamani, breytingum, utanlandsferðum og fleiru skemmtilegu! Ég á eftir að sakna þessa árs! Og í kvöld verður kvatt þetta ár einsog öll önnur með pompi og prakt! En samt enþá meira í ár frá mér því ég ætla að splæsa í eina köku haha:) Fyndna er að það e eigilega bara útaf nafninu: Gísli Súrs! Sem er og mun alltaf vera uppáhalds íslendingasagan mín:) 

Gleðilegt nýtt ár öll sömul! Takk fyrir allt gamalt og gott og vonandi verður 2009 jafn frábært og þetta ár og bera í skauti sér enþá meiri skemmtun!

Kveðjum árið og tökum á móri nýju ári með stæl.. okkur veitir ekki af svolitilli upplyftingu!

Sjáumst á næsta ári;)

Kveðja Sigrún :)


Svimi..og frænkuboð

Í dag er ég heima. Í dag er sól. Í dag leiðist mér. Í dag er ég með svima! Ég var líka með svima í gær! Núna er ég búinn að vera með svima síðan 10 í gærmorgun! Hann er reyndar eitthvað að dala núna sem betur fer en ég er annsi hrædd um að þetta sé ekki eðlilegt;)
Það sem getur ollið svima er stress til dæmis og eða vöðvabólga jafnvel of hár blóðþrýstingur(þar sem ég sá stjörnur áðan). Ég er allavega ekki með vöðvabólgu, kannski með smá stress.. en veit ekkert með þennann blóðþrýsting. :)

En um allt annað þá á laugardaginn síðastliðinn þá fór ég í frænkuboð. Þetta er árlegt frænkuboð í ættinni hennar mömmu. Ég áttaði mig á því hvað ég þekki ekki einu sinni helminginn! Allar heilsuðu mér og ég fékk svona komment eins og ,,Gaman að sjá þig aftur!" og ,,Mikið rosalega ert þú lík mömmu þinni!" Á meðan þetta var sagt við mig þá hugsaði ég ,,  Vá hvað ég hef séð þetta andlit áður en veit ekkert hver þetta er!" Ég fór í síðasta frænkuboð þegar eg var svona 13, hef beilað á hinum, og þá hafði maður mömmu til að spurja ,,Hver var þetta?" En þetta er fyrsta án mömmu. Frænkuboðinu var frestað í fyrra. Ég var í örvæntingu minni farin að hugsa að ef ég myndi bara standa hjá gestabókinni þegar það yrði skrifað í hana þá myndi ég vita hver þetta var! En ég gekk eftir því plani mjög skammt. En mikið var ég þakklát einni frænku minni , sem ég man ekkert hvað heitir, þegar hún stakk uppá að við stæðum upp og kynntum okkur! Vá mig langaði bara að knúsa hana! Ég allavega vissi nú hver þessi kunnulegu andlit voru:D Og jafnframt þá í fyrsta skipti hafði ég séð öll andlit systkina ömmu minnar á mynd sem var við gestabókina. Þau voru 16 talsins með ömmu minni svo það er ekki skrýtið að ég geti ekki munað hverjir eru skildir mér! 

En nóg um það, þegar manni leiðist þá grípur maður í bloggið sitt bara til að segja allt og ekkert:D Tjá sig í þeim ömurlega raunveruleika að það er sól úti en ég er inni!

Kveðja Sigrún hin bitra haha:D


Daglegar pælingar og skóli..

Já kannski allt í lagi að láta vita að maður hefur púls..fyrir ykkur fáu sem ég hitti lítið:) En já.. Er komin með leið á öllu þessu kreppu tali..allveg komin með gubbuna hahaha:D

En það hefur vakið athygli mína á að ég skoða tvær frétta síður dags daglega.. á annari er alltaf í slúður dálknum ,,Vekur athygli" Sko hvað er svona merkilegt við það að rassin á J-Lo, skeggið á þessum eða svitakirtlar einhvers veki athygli svo stendur MYNDIR... Langar mig að sjá ofvikra svitakirtla? Eða Rass sem gæti kæft mig? Eða jafnvel skegghár sem gæti hugsanlega gert mann rauðann í kringum munninn ? Hmm..eftir mjög stutta en samt sem áður smá tímafreka hugsun þá er svarið einfaldlega nei. 

Ég get svarað allskonar tilgangslausum spurningum og veit afhverju margir óáhugaverðir hlutir eru en mig langar bara engan veginn að vita þetta. Eða öllu heldur sjá. Það er þreytt að nota þetta ,,Vekur athygli" Þetta vekur athygli fólks sem vinnur á því að búa til fréttir af hinum frægu sama hversu ómerkilegar þær eru. Ég viðurkenni að ég skoða slúðurblöð, EF að ég er á biðstofu eða einhverju sem slíkt, en ég eyði aldrei pening í það. En þegar ég skoða ákveðna síðu þá skoða ég aldrei neitt sem stendur ,,Vekur athygli" því þetta er ekki bara athygli heldur líka neikvæð athygli.

Annars af allt öðru en slúðri þá gengur bara mjööööög vel í skólanum núna! Er greinilega allveg reddí fyrir þetta núna! :D sem er mjög jákvætt! Er mjög hamingjusöm!

Eníhú þás egji ég þetta gott í bili:) 

Adios mi amigos! Hasta luego!


Jæja eitthvað að frétta?

Ég hef ekki bloggað hér allveg heil lengi. Bæði afþví ég var búinn að gleyma að ég væri með blogg og hef ekkert haft tíma.

Það sem hefur gerst síðan síðast.. hmm. Ég fór til tenerife í mjög skemmtilega og viðburða mikla ferð með vinkonum mínum! Þetta var mjög næs og vildi að ég hefði bara getað verið lengur.. eða bara eftir hehe Tounge 

Ég var bara að vinna á fullu nú í sumar.. fyrir utan utanlandsferðina.. OG ég skellti mér til eyja á þjóðhátíð! Vá hvað það var gaman! Ætla sko aftur! 

Ég er einnig búinn að flytja.. í svona 13. skipti á ævinni! Flutti hér í Álftamýrina fyrir um það bil 2 vikum:) með systur minni og litla frænda Smile Við erum bara búinn að koma okkur vel fyrir.

Svo er ég farin aftur í kvöldskóla, maður verður jú e-h að sinna náminuWink 

Núna sit ég ein og prjóna! Nei djók en sit allvega með augu í lagi tölvuskjás að skrifa þetta blogg.. en samt sem áður þá ætla ég ekkert að hafa þetta lengra núna, og skrifa eitthvað annað heil legra seinna!

Kveðja SigrúnGrin

 


Daglegar pælingar

Ég las klausu í blaði um daginn þar sem talað var um hversu miklum tíma við eyðum í að hugsa um framtíðina. Það er sem sagt talið að maður eyðir 60% af tíma sínum í að hugsa um framtíðina. Bara hvað maður ætlar að gera á morgun eða eftir nokkur ár. Það kom þá einni annari pælingu af stað í hausnum á mér:

Hvað ætli við eyðum miklum tíma í að hugsa um fortíðina?

Þar sem maður spyr til dæmis vin sinn hvað hann hafi gert í gær? Ég hugsa mjög oft um liðna hluti. Reyni að gera ekki of mikið af því en það laumast að manni ef maður sér hluti sem minna mann á einhvern eða eitthvað sem var áður.

Lægstu prósentuna af fortíð, nútíð og framtíð veitist nútíð myndi ég halda. Maður gleymir svo oft að hugsa um núið. Hvað er að gerast þó það sé að gerast beint fyrir framan mann. Þetta er allavega mín skoðun. Og þó kannski hugsum við mikið um núið þar sem hugsanir eins og til dæmis : Ég er að gera þetta núna.

En ég samt tel að í prósentum frá hæstu til lægstu sé röðin svona : Framtíð, fortíð og nútíð.

En nóg um þessar tíðir ætla að segja þetta gott!

Hvað ætli ég sé búinn að eyða miklum tíma í að hugsa um þetta allt?

Kveðja Sigrún Wink


Bloggedí bloggedí

Já, stórviðburður er búinn að gerast!!

Ég er orðin tvítug! Átti afmæli 18. þessa mánaðar! Smile

Þetta var ekkert smá frábær afmælisdagur!

Ég mætti í vinnuna og þá var búið að blása blöðrur og fékk kleinuhringja köku og afmælis söng! Ekkert smá krúttaralegt af Ólöfu, Ernu og Margréti! Grin

Svo fór ég í ríkið og keypti einn bjór til að vígja réttindin!  Wink

Kom heim og tók afmælisbaðið og klæddi mig og svo var yndislega góður matur! Svona fjölskyldumatarboð!

Ég borðaði og svona og svo fékk ég afmælissöng og köku sem var skorið út 20 og tuttugu kerti og náði að blása þau öll í einu! Svo fékk ég myndavél frá famelíunni! Grin

En svo var haldið til Ólafar og Ernu í smávegis fyrirdrykkju!

Afmælið var haldið á Tunglinu og ég hélt uppá það með Fanney! Það var 80' Þema og tóku allir því vel og tóku þátt í þemanu! LoL

Við vorum með bjór og bollu á boðstólnum og var mikið drukkið, mikið dansað, mikil gleði og mikið fjör!

Þetta er klárlega besti afmælisdagur sem ég hef átt! Og verður erfitt að toppa hann og ég ætla að þakka allri fjölskyldunni minni , sérstaklega Jóhönnu sem var allveg á fullu og svo spennt og öllum vinum mínum og sérstaklega Ólöfu því hún var líka á fullu og vildi gera þetta allt svo gott..gaf okkur kórónu og allt! Grin

Takk allir fyrir æðislegt afmæli og mikið fjör og takk fyrir mig og bara þetta var æðislegt! GrinGrin

Takk fyrir!

Kveðja Sigrún! 


Þeir fara fyrst sem guðirnir elska

Í gær fékk ég þær fréttir að ein yndislegasta kona sem ég veit um hafi fallið okkur frá. Þetta voru fréttir sem ég bjóst alls ekki við. En dauðinn spyr nú venjulega ekki um stað né stund þegar honum ber að.

Þessi kona var mér á vissan hátt sem mamma 2 þegar ég bjó á Ísafirði. Elsta systir mín og elsti sonur hennar voru þá saman. Og yngri bróðir hans einn minna bestu vina.

Ég leyfði henni að gera í hárið á mér við og við því hún átti enga stelpu til að fá að fikta í hárinu á og fannst mér það lítið mál að leyfa henni að gera í hárið á mér þó ég væri svo hársár að engin mætti snerta hárið mitt.

Þegar strákarnir voru eitt sinn ekki komnir heim þá fór hún í Crash Bandicoot með mér þangað til að þeir kæmu. 

Alltaf tók hún á móti manni með svo mikilli hlýju og manni leið alltaf svo vel með henni og gott og gaman að spjalla við hana.

En því miður er lífið eins og það er , ekki alltaf sanngjarnt.

Ég votta fjölskykdu hennar mína dýpstu samúð og megi guð gefa ykkur styrk til að ganga í gegnum þessa erfiðu raun.

Kveðja Sigrún 


Jæja tími á blogg:)

Jáw, ég er ekki búinn að vera mikið fyrir að blogga undanfarið en svona að gamni mínu ætla ég að skella einu hér inn.

Ég er undanfarið bara búinn að vera á fullu að vinna og í fótbolta með sexunumSmile Já við vinkonurnar stofnuðum okkur smá lið! Alhliða íþróttalið! Toppið það! Grin

Ég er nú farin að vona að krónan fari að styrkjast því annars verður gjaldeyrinn frekar mikill fyrir DK og Tenerife!

En annars eru bara 23 dagar þangað til að ég verð tvítug þann 18. apríl!Grin Það verður svo gaman get ekki beðið!

En nýafstaðnir páskar voru bara ágætir svona held ég.. allavega þeir fyrstu eftir að mamma kvaddi og auðvitað átti maður smá erfitt en maður tekst bara á við þettaWink Samt verður maí mánuður extra erfiður en við því er bara að búast.

Ég fékk síðan æfingarakstur í dag! Ætlaði að vera löngu búinn að drattast í það en jæja komið núna! Þannig fer að rúnta með pabba gamla á eftir fyrir fótboltannWink Vonandi gengur allt einsog í sögu, vill nú ekki gera hann gráhærðari en hann er! LoL

En jáw þar til síðar hafið það gott!

Kveðja SigrúnSmile


Bingó í Vinabæ!

Þið hugsið eflaust, hversu sorglegur þarf maður að vera til að fara að spila bingó..en aðeins sá sem prófar..skilur hversu gaman það er!

Ég fór með Ólöfu, Hrefnu og Siggu í bingó. Ólöf var svo æst í leikinn að hún ákvað bara að merkja inn á spjöld sem voru ekki einusinni með í umferðinni haha! Hrefna vann 700 kjell og ég fékk líka bingó en var víst aðeins of sein að segja það..hvað sem það varFootinMouth En eníhú.. svo var loka vinningurinn 100þús. kall! Mig vantaði EINA tölu..uppá að ég væri með 10 raðir og fengi allan peninginn þegar eikker öskraði bingóAngry En samt flott fyrir hann, sumir íhuguðu að fella hann og ræna peningnum en ekekrt gert í því haha! Grin 

En jii hva þetta var gaman! Smile Ég mæli með þessu sko! Þetta varður sko gert allaveg 2svar á mánuði..í staðinn fyrir djamm! bara snilld! Svo er líka alltaf hægt ef marr vinnur stóra pottinn að bjóða bara vinum á djammið eftir á anyways! Grin

Haha en segjum þetta gott í bili!

Kveðja Sigrún BingóCool


Útlönd! :D

Jahá það verður sko farið til útlanda á þessu áriGrin og sko oftar en einusinni!!!

Ég fer til danmerkur 29. maí til 1. júní! Að versla með Jóhönnu og Stefaníu systrum mínum! Tounge 

Og 8. júlí til 22. júlí verð ég á Tenerife!! Grin Að baða mig í sólinni með Ólöfu, Steinunni, Hildi, Eddu og Lilju! Cool

Bara gaman ætla samt að reyna að fara í 3ja skiptið í svona október nóvemberWink

Þetta verður geggjað!!

En segjum þetta gott..bless í bili!

Kveðja SigrúnSmile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband