Daglegar pælingar

Ég las klausu í blaði um daginn þar sem talað var um hversu miklum tíma við eyðum í að hugsa um framtíðina. Það er sem sagt talið að maður eyðir 60% af tíma sínum í að hugsa um framtíðina. Bara hvað maður ætlar að gera á morgun eða eftir nokkur ár. Það kom þá einni annari pælingu af stað í hausnum á mér:

Hvað ætli við eyðum miklum tíma í að hugsa um fortíðina?

Þar sem maður spyr til dæmis vin sinn hvað hann hafi gert í gær? Ég hugsa mjög oft um liðna hluti. Reyni að gera ekki of mikið af því en það laumast að manni ef maður sér hluti sem minna mann á einhvern eða eitthvað sem var áður.

Lægstu prósentuna af fortíð, nútíð og framtíð veitist nútíð myndi ég halda. Maður gleymir svo oft að hugsa um núið. Hvað er að gerast þó það sé að gerast beint fyrir framan mann. Þetta er allavega mín skoðun. Og þó kannski hugsum við mikið um núið þar sem hugsanir eins og til dæmis : Ég er að gera þetta núna.

En ég samt tel að í prósentum frá hæstu til lægstu sé röðin svona : Framtíð, fortíð og nútíð.

En nóg um þessar tíðir ætla að segja þetta gott!

Hvað ætli ég sé búinn að eyða miklum tíma í að hugsa um þetta allt?

Kveðja Sigrún Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hasshaus:p

Held samt að ég hugsi meira um núið en fortíðina, en samt örugglega meira en 60% um framtíðina....hmm

María Frábæra 6.5.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband