Árið 2008:)

Jæja mig langar að líta yfir árið í heild sinni á síðasta degi ársins:)

Janúar byrjaði að sjálfsögðu með pompi og prakt! Sprengdur inn með áramótagleði og fullu fólki  :p Um leið byrjaði svo afmælishrinan!

Febrúar er Febrúar.. stuttur en allveg nóg að gera, þekki nokkur stykki sem héldu uppá afmælin sín þá:) Það var gaman og um leið vann ég meira í sjálfri mér:) 

Mars kom og enn fleiri afmæli.. ágætis mánuður.. páskarnir og svona rólegheit:)

Apríl var samt mánuður mánaðanna! Apríl inniheldur afmælisdaginn minn þann 18. apríl! Á þeim herranns degi héldu ég og Fanney upp á tvítugs afmælin okkar í sameiningu á tunglinu með 80' þema! :D Án ef besta afmæli sem ég hef átt lengi!!! 

Maí var tilfinningaþrunginn en góður:) Fór til Danmerkur í lok maí með systrum mínum:) Það var mjög gaman og ekkert smá gott veður allan tímann! :)

Júní.. í júní þá var ég að vinna einsog enginn væri morgundagurinn!

Júlí fór ég til Tenerife með stelpunum.. án ef mjög áhugaverð ferð.. og ekkert smá gaman! Ætla aftur þangað einhverntímann:) 

Ágúst kom og lífið var yndislegt í eyjum:) Fyrir utan að einhver stal bjór frá mér! En síðasta kvöldið satt ég svo hátt í brekkunni að blysin voru bara rétt fyrir aftan! Og þegar Páll Óskar steig á sviðið þá skelltum við okkur í renniferð í drullunni niður brekkuna og dönsuðum! 

September var fínn vinna og skóli..

Október kom og maður fór að pæla að tíminn liði alltof hratt! 

Nóvember.. nóvember bara kom og fór jafnfljótt:O

Desember.. ég kláraði gjafirnar snemma.. borðaði góðan mat á aðfangadag þrátt fyrir að vera með eikkað í hálsinum, borðaði góðan mat öll jólin reyndar:) Svo fór marr í partý og svoleiðis og bæinn og fleira.. Og í dag er síðasti dagur ársins! 

2008 hefur verið rosalega gott ár! Það einkenndist af partýum, gamani, breytingum, utanlandsferðum og fleiru skemmtilegu! Ég á eftir að sakna þessa árs! Og í kvöld verður kvatt þetta ár einsog öll önnur með pompi og prakt! En samt enþá meira í ár frá mér því ég ætla að splæsa í eina köku haha:) Fyndna er að það e eigilega bara útaf nafninu: Gísli Súrs! Sem er og mun alltaf vera uppáhalds íslendingasagan mín:) 

Gleðilegt nýtt ár öll sömul! Takk fyrir allt gamalt og gott og vonandi verður 2009 jafn frábært og þetta ár og bera í skauti sér enþá meiri skemmtun!

Kveðjum árið og tökum á móri nýju ári með stæl.. okkur veitir ekki af svolitilli upplyftingu!

Sjáumst á næsta ári;)

Kveðja Sigrún :)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband