Hvað skal læra?

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hvað mig virkilega langar að verða.

Það eru allveg ótalmargir hlutir sem mig langaði til að verða þegar ég var lítil. T.d. lögga, kokkur, flugfreyja, hárgreiðsludama, grínisti, leikkona, kvikmyndagerðar maður, tónlistar maður...ég gæti haldið áfram allveg heil lengi en sést hvað ég á við.

Þar sem ég ákvað við fráfall móður minnar var að ég virkilega yrði að láta eitthvað almennilegt verða úr mér. En bara hvað? Ég veit bara ekki hvað. Það er jú æðislegt að hafa verið valin starfsmaður mánaðarins á vinnustað mínum en framtíðin er ekki allveg þar hehe...

Móðir mín var viss um að ég yrði leikkona en ég hef nokkurnveginn dalað frá þeirri hugdettu undanfarin ár þar sem að mér datt í hug að gerast bara pólitíkus. Mamma hefði nú orðið ánægð með það svosum.

 Ég fékk eina svokallaða hugljómun þegar ég heimsótti hana eitt sinn á sjúkrahúsið. Sú hugljómun var að læra eitthvað spítala tengt. Svo sem sjúkraliði eða hjúkrunarfræðingur. Ég hef jú alist upp við það að mamma var ljósmóðir og allt spítalalíf mér eðlilegt. En væri ég þá að gera þetta fyrir mig eða bara afþví að mér findist ég eiga að gera þetta?

 Jóhanna systir er viss um að ég sé svo mikill artist að ég eigi að fara á listabraut eða eitthvað því um lýkt, en ég aftur á móti er ekki allveg viss um þetta artist dæmi.

 Þannig spurningin er á ég bara að fara í skóla til að reyna að klára stúdent? Eða ætti ég að vita hvað ég vill verða áður en ég læt á reyna?

 Pólitíkin heillar mig mjög mikið og hefur gert frá 12 ára aldri. En hvort ég geti unnið við eitthvað þannig er annað mál. Mamma yrði voða stolt. Við síðustu kosningar óskaði hún mér til hamingju með sigurinn því ég jú kaus mitt lið haha:)

 En ég er algjörlega á krossgötum og veit ekki hvað ég vil. Ég verð ábyggilega að gefa þessu betri tímaSmile

Segjum þetta gott á þessari andvöku nóttWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Vantar alltaf gott fólk í stéttina

Hommalega Kvennagullið, 6.7.2007 kl. 05:07

2 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

BTW: það verður að komast til skila, að það fáa sem ég sagna úr FB er að sjá vinkonu þína á myndinni hlæja ásamt öllum öðrum í kringum sig.. Ekki alltaf sem týpur koma manni alltaf til að brosa ;) takk til hennar fyrir alla gleðina í kringum hana..

Hommalega Kvennagullið, 6.7.2007 kl. 13:50

3 Smámynd: Sigrún Baldursdóttir

Haha já það er alltaf gleði hjá henni og kemurmanni alltaf í gott skap skila því til hennar

Sigrún Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 18:34

4 identicon

Ég man alltaf eftir skemmtilegasta afmælinu mínu. Þú varst að leika Ace Ventura:) Þú varst ææææði:) Málið er Sigrún, að þú getur allt sem þú vilt. Vertu leikari, pólitíkus og hjúkrunarfræðingur:)

Helga Margrét Marzellíusardóttir 6.7.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Sigrún Baldursdóttir

hahaha cool:) ég man líka eftir þónokkrum Mr. Bean mómentum haha:) en ég man vel eftir þessu afmæli;)

Sigrún Baldursdóttir, 7.7.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband