Svimi..og frænkuboð

Í dag er ég heima. Í dag er sól. Í dag leiðist mér. Í dag er ég með svima! Ég var líka með svima í gær! Núna er ég búinn að vera með svima síðan 10 í gærmorgun! Hann er reyndar eitthvað að dala núna sem betur fer en ég er annsi hrædd um að þetta sé ekki eðlilegt;)
Það sem getur ollið svima er stress til dæmis og eða vöðvabólga jafnvel of hár blóðþrýstingur(þar sem ég sá stjörnur áðan). Ég er allavega ekki með vöðvabólgu, kannski með smá stress.. en veit ekkert með þennann blóðþrýsting. :)

En um allt annað þá á laugardaginn síðastliðinn þá fór ég í frænkuboð. Þetta er árlegt frænkuboð í ættinni hennar mömmu. Ég áttaði mig á því hvað ég þekki ekki einu sinni helminginn! Allar heilsuðu mér og ég fékk svona komment eins og ,,Gaman að sjá þig aftur!" og ,,Mikið rosalega ert þú lík mömmu þinni!" Á meðan þetta var sagt við mig þá hugsaði ég ,,  Vá hvað ég hef séð þetta andlit áður en veit ekkert hver þetta er!" Ég fór í síðasta frænkuboð þegar eg var svona 13, hef beilað á hinum, og þá hafði maður mömmu til að spurja ,,Hver var þetta?" En þetta er fyrsta án mömmu. Frænkuboðinu var frestað í fyrra. Ég var í örvæntingu minni farin að hugsa að ef ég myndi bara standa hjá gestabókinni þegar það yrði skrifað í hana þá myndi ég vita hver þetta var! En ég gekk eftir því plani mjög skammt. En mikið var ég þakklát einni frænku minni , sem ég man ekkert hvað heitir, þegar hún stakk uppá að við stæðum upp og kynntum okkur! Vá mig langaði bara að knúsa hana! Ég allavega vissi nú hver þessi kunnulegu andlit voru:D Og jafnframt þá í fyrsta skipti hafði ég séð öll andlit systkina ömmu minnar á mynd sem var við gestabókina. Þau voru 16 talsins með ömmu minni svo það er ekki skrýtið að ég geti ekki munað hverjir eru skildir mér! 

En nóg um það, þegar manni leiðist þá grípur maður í bloggið sitt bara til að segja allt og ekkert:D Tjá sig í þeim ömurlega raunveruleika að það er sól úti en ég er inni!

Kveðja Sigrún hin bitra haha:D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband