Nýtt ljóð beint úr Sigrúnu:D

Jább hér er nýjasta nýja ljóðið mitt:) í svipuðum dúr og síðasta;) hehe en hér er það:)
 
 
Móðursýki
---------------- 
Einn dag varð allt svart,
myrkrið skall á og veröldin tók að hrynja.
Of margt ógert, sem gert var var margt,
öll ósköpin samt á man fóru að dynja.

Það sem ég hafði er horfið,
það sem ég átti er farið.
Stari bara á borðið,
sit með aumt marið.

Eitt tár rennur niður kinn,
innann skamms eru þau fleiri.
Móðursýki brýst út við söknuðinn
og betra að enginn heyri.

Minningar rifjast upp fyrir mér
óteljandi margar.
Verð að sætta mig við það sem er
og tjáning inní mér argar.

Í reiðis kasti ég rýk út,
gleymi stað og tíma.
Drekki mér í sorg og sút
og svara ekki einusinni í síma.

Strunsa út og suður,
stansa og stari.
Í huga heyrist kliður
og þetta virðist allt sem ljótur brandari.

En enn og aftur upplifi ég það
að þetta er allt satt.
Legg hugann í heilabað
og set upp minn sorgar hatt.

Lífið heldur áfram,
eða svo er mér sagt.
Veggjunum geng meðfram
og þykist ekki heyra margt

Í andateppu ég játa
að svona er bara lífið.
En að upplifa það á þennan máta
er á engan hátt væmið.
 ---------------
Höf: S.B.
 
Kveðja Sigrún:D 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Viktoría Kristjánsdóttir

Átakanlegt :) Gott ljóð! *knús*

Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, 3.9.2007 kl. 19:37

2 Smámynd: Sigrún Baldursdóttir

Þeink jú:)

Sigrún Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband