Þeir fara fyrst sem guðirnir elska

Í gær fékk ég þær fréttir að ein yndislegasta kona sem ég veit um hafi fallið okkur frá. Þetta voru fréttir sem ég bjóst alls ekki við. En dauðinn spyr nú venjulega ekki um stað né stund þegar honum ber að.

Þessi kona var mér á vissan hátt sem mamma 2 þegar ég bjó á Ísafirði. Elsta systir mín og elsti sonur hennar voru þá saman. Og yngri bróðir hans einn minna bestu vina.

Ég leyfði henni að gera í hárið á mér við og við því hún átti enga stelpu til að fá að fikta í hárinu á og fannst mér það lítið mál að leyfa henni að gera í hárið á mér þó ég væri svo hársár að engin mætti snerta hárið mitt.

Þegar strákarnir voru eitt sinn ekki komnir heim þá fór hún í Crash Bandicoot með mér þangað til að þeir kæmu. 

Alltaf tók hún á móti manni með svo mikilli hlýju og manni leið alltaf svo vel með henni og gott og gaman að spjalla við hana.

En því miður er lífið eins og það er , ekki alltaf sanngjarnt.

Ég votta fjölskykdu hennar mína dýpstu samúð og megi guð gefa ykkur styrk til að ganga í gegnum þessa erfiðu raun.

Kveðja Sigrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá. Þegar þú segir þetta þá man ég hvað hún var alltaf að fikta eitthvað í hárinu á manni, því hún átti enga stelpu.. Og þetta með tölvuleikinn. Vá hún var svooo yndisleg..:'( ég á svooo fullt af minnigum um okkur, og ég man síðasta orð hennar til mín. ! " ég er svo stolt af þér".

Bryndís Helga. :) 13.4.2008 kl. 12:04

2 identicon

hæ hæ og til hamingju með afmælið í dag :) Skemmtu þér vel í kvöld. Ekki á hverjum degi sem maður á stórafmæli :):):)

kv. Kristín vinkona Jóhönnu

Kristín 18.4.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband