Bíó og pælingar:þ

Jahá...Ég skellti mér í bíó í kveld með henni Fanney:D á myndina Rush Hour 3:P  og það kom mér á óvart að myndin var í raun mjög góð:P Svo þegar myndin var búinn þá röltum við útá plan og ég rak upp stór augu og segji við fanney ,,Nei vó! Er þetta banani?" haha þá var búið að teipa banana aftan í púströrið á einum bílnum...þetta fannst mér ofurfyndið:P

Annars hefur voðalega fátt uppá daga mína borið undanfarið...nema þynkan eftir menningarnótt og smá vinna:)  

Það samt soldið sem ég fékk svona hugljómun um áðan...ég var að bíða eftir Fanney útí bíl meðan hún stökk að ná í Bamba ,  myndina, til að lána mér og hérna það kom lag með Lenny Kravitz sem heitir Angel. Ein setningin opnaði augu mín soldið..eða réttara sagt eyru hehe:P sem er; " Calling all angels. I need you near to the ground." Þetta er svo rétt...æji kannski er þetta óskiljanlegt en mér finnst þetta re´tt...svona einnig því mér vantar mömmu svo ískyggilega mikið..var í kirkjugarðinum í dag og stóð bara heil lengi fyrir framan gröfina og starði:/  En eníhú...

 Jább en hluturinn sem ég elska núna er iPodin minn...just love it:P

En segjum þetta gott...Er farin að komast á spjöld sögunar og loksins sjá Bamba! First time ever! :D

Kveðja Sigrún ruglu-bulli-kolla:D 


Slæmur draumur maður!

Já ég svaf frekar illa eftir að ég kom heim í nótt...hafði mikið um að hugsa og svona og bara leið illa.

Svo sofnaði ég eikkað smá og þá var einsog mig væri að dreyyma kvöldið aftur...bara í annari útgáfu.

Ég var bara í sakleysi mínu inná prikinu með Ólöfu í draumnum...svo labbar einhver uppað mér sem ég þekkti voða lítið og segir ,,Nei hæ ég var að frétta að þú værir komin með krabbamein!" Og ´æeg fékk sjokk og vaknaði stuttu eftir.

Okey ótti minn þessa dagana er að fá krabbamein...og bara var allveg viss um það...en svo tékkaði ég á draumur.is hva þetta þýddi

Sjúkdómur

Dreymi þig að þú sért undirlagður af ákveðnum sjúkdómi er víst að þú færð hann ekki. Draumar um sjúkdóma eru oft merki um einstæðingsskap.

Þannig ég er feginn ég fæ ekki krabbamein...og já ég trúi á það sem mig dreymir því það reynist alltaf rétt...gott og slæmt.

Kveðja Sigrún:)

Menningarnóttin ógurlega!

Í gær fór ég í rafting með vinnunni...það var geggjað stuð:P Bjóst við meiri gusugangi en já ókei. Ég fór 2svar að brúnini til að stökkva en gugnaði í bæði skiptin:| En já svo fórum við neðar með ánni og þar var farið í leiki hehe:D svo voru allir að hrinda öllum út fyrir..árný var nú að ná mér og ég ríghélt í hana en ólöf ýtti okkur báðum bara útí hahaa:D Svo var borðaðir hamborgarar og svo lagt  af stað í bæinn.

Ég var komin heim rétt fyrir 9 eða við allar og já svo fórum við rétt eftir 10 af stað niður eftir í staffa partý hjá lísu:P en eftir smá bið eftir lísu þá byrjaði partýið og já það var bara stuð...hella sig fulla og rugl:P og svo var leiðinni haldið á prikið:D þar var geggjað stuð...en þar tvístraðist líka hópurinn...María og Árný voru eftir og ég Lísa og Ólöf vorum saman...og oddur...en svo fórum við út og týndum lísu og eikkað...svo ákvað ég að fara heim...eftir langan tíma að segja að ég ætlaði heim til mín...fór svo að skutlinu í bænum og þá bara  tvístruðumst ég og ólöf og oddur varð eftir....og ég fór heim...

En já svona var mín menningarnótt...hvernig var þín?

Kveðja Sigrún:)

Allíúppa!

Já á þriðjudaginn skellti ég mér í útilegu með Maríu, Ólöfu og Steinunni:P

Fórum eftir tíu af stað úr bænum og héldum í hvalfjörðinn að finna okkur stað til að tjalda á

Eftir eilítinn rúnt fundum við stað og byrjuðum að tjalda...með eitt vasaljós í notkun hahahha:D en það hófst að tjalda með samvinnu minni og Maríu...tjaldhælaréttaranum Ólöfu og Steinunni sem eh...passsaði uppá Ólöfu því hún var að skíta sínu litla hjarta þarna úti í myrkrinu:'D

Svo komum við okkur fyrir og opnuðum áfengi og spjölluðum og svona rosa stuð:D Ólöf drakk samt bara eitt glas og sofnaði!!! En alltaf þegar við ýttum í hana þá sagði hún að hún væri allveg vakandi og væri bara að hlusta...hehe já ég hef heyrt þessa sögu áður hahaha:D Svo fékk ég vind á mig úr öllum áttum! hahaha:D

María samt var sú síðasta til að opna bjór:O Sem er ábyggilega met! hahaha:D

Við vöknuðum svo ferskar daginn eftir...mig hafði dreymt að ég væri á tunglinu og vaknaði með naglafar í lófunum því ég hélt e´g væri að fjúka og var að halda mér í hahaha:D

Lögðumst svo aðeins í grasið tókum saman og fórum:P Tókum rúnt í borgarnes að ná í kortið hennar maríu en svo var abra búið að senda það í bæinn:P haha:D

En þetta var ævintýri og það var bara stuð:P

Kv. Sigrún:D

Martraðir

Ég fór alltí einu að spá áðan...afhverju fær maður martraðir?

Manni getur dreymt ýmsa steypuna, góða og skrýtna drauma en afhverju martraðir?

Það er eftil vill kannski slæma hlið draumana. En samt að láta mann dreyma allskonar dót sem manni vill síður dreyma.

Samt eru mismunandi hjá fólki hvernig martraðirnar eru.

Þegar ég var lítil dreymdi mig að kona væri að passa mig og hún fór í bað, tók tappan úr áður en h´n fór uppúr og sogaðist niður með vatninu...Ég var hrædd við niðurföll eftir það hehe.

Svo geta verið martraðir þar sem maður sér látið fólk eða eitthvað...verið að kenna manni um að hafa drepið einhvern...hlaupandi uppvakningar á eftir manni...það er endalaust hægt að telja:)

En já varð bara að losa þetta út;)

Kveðja Sigrún:)

Ferðasaga:D

Jæja þá er ég kominn heim:) Var á Salou á spáni síðastliðnar 2 vikur með Ólöfu og hennar ma&pa og lille bró:D

Allavega...margt sem gerðist í þessari ferð áhugavert:)

Ég og Ólöf vorum ekki allveg nógu góðar í djamminu en duglegar að drekka:P

Staðirnir sem við kíktum á voru: Picadilly, BusStop, 007, Imagine, Tropical, TooMuch, Charlie Chaplin...Snoepys og Crocs..og man ekki meir haha:P

við fórum í tívolíið..Port Aventura þar sem ég þorði bara í 2 barnatæki og vatns bátinn hehe...fórum í vatnsleikja garðinn Aquapolis:D fór bara í eina rennibraut:P

Það sem bar samt hæst af öllu er að við fórum á DAVID GUETTA! Vááá hva við vorum ánægðar og ekkert smá gaman:D Þvílík upplifun:D

Það var soldið um þynku hjá mér...sérstaklega síðasta daginn...en sigrún endaði ælandi og spánverji að hjálpa mér heim...og hann rændi mig og ólöfu...200 evrur af hvorri:| ég er ekki sátt!

Þetta var bara fínasta fyrsta útlanda ferð myndi ég segja...hótelið sem við vorum á var samt með svo mikið af fjölskyldufólki:/ hefði allveg mátt vera minna hehe:)

Ég samt var farin að sakna kalda landsins míns hehe:)

Ég er samt pottþétt að gleyma eikkerju en það verður bara að hafa það...bæti þá bara við:'D Nem jú núna man ég eitt...Eitt kveldið vorum við verulega fullar og vantaði klósett pappír hehe við fórum niður í lobbí á klósettin þar og tókum risaklósett rúllu af klósettinu þar hahaha:'D  frekar fyndið:'D

En já ég man ekki meir...var að fá mér ipod nano er ýkt stolt haha:D

en á eftir tekur við vinna:( fyrsta í 2 vikur...og ég ekki nenna:/ en það verður að hafa það hehe:)

En allavega þá egji ég þetta gott í bili ástarbollur...gott að koma heim:)

Kv. Strúna Brúna:)

Hæfileikar?

Já er að velta fyrir mér hvað hæfileiki sé..

Er það hæfileiki að hafa aldrei æft fótbolta en verið geggjað góður samt?

Er það hæfileiki að geta flautað furðulega? haha mér finnst  furðulega flautið mitt vera hæfileiki þar sem enginn getur flautað svona nema ég og pabbi:D

Er það hæfileiki að geta gert U með tungunni á sér...eða að geta það ekki? Jú ég tilheyri 10% heimsins sem getur ekki gert U með tungunni á sér...pabbi minn getur það ekki heldur en við getum bæði flautað furðulega. Er þá verið að tala um erfðir? haha segji;) getur þá fólk sem getur ekki gertU með tungunni á sér allt flautað furðulega? hahaha spurning:P

Marr spyr sig sko..bara smá pæling hjá mér:P 


Hinar mörgu hliðar EMO

Já, ég hef tekið eftir því að það er hægt að vera emo á marga vegur aðra en eina.

 Plímó: Það er bara plain Ímó   (ímó = emo)

Gímó: Það er girl ímó.

Bímó: Það er boy ímó.

Það er óendanlegir möguleikar:D 

I wish my lawn was emo, than it would cut it self! Þetta er mjög góður punktur.

Sumir halda því fram að ég sé ímó en svo er ekki hahaha...ég er bara vælukjói! haha nei segji:D en ég er allvega ekki emo né goth einsog sumir halda fram sem versla hjá mér:'D hahaha ef ég væri ímó eða gotha þá myndi ég nenna að eyða íma í að mála mig hhahahaha:D

Svona er þetta bara vildi bara deila:D 

 


Frítt fyllerís afmæli!

Jább ég fór í afmæli í gær til hans Yngva:)
Þar sem það var frítt áfengi en ég ætlaði mér nú ekki að drekka en var plötuð í það hehe:)

En já einn gaur var ofurölvi þarna:O hann var alltaf að berja hausnum niður í tómar dósir einsog þarna í auglýsingunni og var orðin svona einsog einhyrningur á enninu hahaha:D hann ældi allt út:S frekar nasty...hann var sendur heim með leigara:P

Svo var drukkið meira! 2 vinir Ernu vinkonu minnar voru þarna það var frekar skondið haha:)

En já svo er ég vitlausa að drepast í hendinni! vorum í keppni að lemja d´´os niður með hnefanum! Ég dúndraði ógeðslega fast og meiddi mig gífurlega:( og er allveg hel aum núna!

En þetta var bara gaman:D

KV. Sigrún:D

Útí sjó:D

Jább í nótt þá bara varð ég að fara niðrí fjöru að hlaupa útí sjóinn hahaha:D

 Var að rúnta með fanney, erlu og bryndísi á 2 bílum og fórum niðrí fjöru og já ég og bryndís  lögðum til sunds hahaha:D bara gaman:D

Svo í dag fó ég í nauthólsvíkina og kaldara þar heldur en í nótt :O

uss...nauthólsvíkin er upphituð, og svonna sól og alles...en samt kaldara..uss:O 

Hahaha jább vildi bara deila þessu;) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband