Jeremías og jólaskór!

Já, þá er ég mætt aftur eftir langa pásu. Pásu sem kallast að vera netlaus í meira en mánuð! Cool

Það sem hefur borið upp á daga mína síðan síðast er til dæmis... vinna, vinna, vinna, skóli, skóli, próf, vinna, vinna, smá djamm...þið sjáið hvað ég á við heheGrin

Tjah endajaxlinn heldur áfram að stækka heheTounge 

En eitt af því sem ég hef uppgötvað er hvað Bjarki litli sæti ffrændi minn dýrkar mig mikið! Smile

Hann gerir allt eins og ég, sem dæmi þá nefni ég gærkveldið.. Við sátum að borða og ég var búinn með af disknum þá segir Bjarki : ,,Gæggah búii me madin" og ég segji já frænka búinn með matinn en þá tekur minn maður sig til og segir ,,Ég ikke borða meir" en þá greip ég brauðstöng og hélt áfram að borða og þá hélt hann áfram að borða! hahaha gaman af þessum krökkumWink

Annars fór ég líka til miðils/heilara nú í lok október! Og ég er mjög fegin því að mamma kom nokkrum skilaboðum til mínGrin

En já eníhú...Jólin eru bara á næsta leiti! Woundering Og ég er búin að kaupa 3 jólagjafir heheWink en restina mun ég versla í Danmörku!! Því ég er að fara þangað 14 nóv -20 nóv! GrinOg mig hlakkar mega mikið til, 2 útlanda ferðin mín á þessu ári og jafnframt  önnur fyrsta ferðin mín hahaCool

En segjum þettta gott...bara láta vita að ég er á lífi eftir allt saman!

Kveðja SigrúnWink


Hæ:)

Hæhæ!

Ég heiti Sigrún. Ég er 19 ára, 5 mánaða og 2 daga gömul og ég var að byrja að taka tennur!

Haha, jáw ég er að fá endajaxl! Móðir mín heitin talaði nú alltaf um að ég hafi verið  sein að taka tennur...eða það er að segja 11 mánaða! En aftur á móti komu allveg 6 tennur á hva 5 dögum;)  Hún hélt sko að hún þyrfti að láta smíða uppí mig! hahahaha:D

Já þetta er vont þegar ég tygg en annars finn ég ekki fyrir þessu:D En bara svona ef þið sjáið manneskju eikkað glenna munninn uppí spegil þá er það líklegast ég að fylgjast með framförum! :'D hahahahaha:D

Nei segji;) en ekkert að frétta sem stendur:)

Kveðja Sigrún:D 


Vinna, skóli, djamma, læra!

Jæja kominn tími á blogg! Ég er ekki búinn að blogga í smá tíma hehe aðalega vegna anna:D

Já það helsta sem er að frétta af mér annað en að ég er að vinna einsog brjálaðingur er t.d. að ég ákvað að skella mér í kvöldskóla í 2 áfanga:) Sögu og stærðfræði:) ákvað að skella mér með henni Ólöfu;D og gengur bara ágætlega þar:)

Ég fór líka á greifa ball á players! það var allveg gaman:) ég var pínu ölvuð...svona vægast sagt...eyddi bara 500kr þetta kvöld:D mjööög ánægð:D 

Ég skellti mér líka á busaball FB fimmtudaginn síðastliðinn og það var allveg ágætt, það var ekki leiðilegt en það var ekkert alltof gaman! Fullt af krökkum blindfullir og vitlausir haha..ætli þetta sé hint um að ég sé að verða gömul? haha ég allavega á ekki minningu um að ég hafi verið svona þegar ég var 16 ára haha:D

Núna þessa helgi sem er að líða, þessa unaðslegu..langþráðu fríhelgi mína skellti ég mér til Úlfhildar vinkonu minnar í hitting þar;) það var gaman þar:) Ég, Úlfhildur, Kristín og Hildur höfðum ekki hist allar saman geggjað lengi! Það var líka fleira fólk þarna:) Og Árný kom með mér og María kíkti í smá;) Svo sótti Þórdís mig og Árný og við rúntuðum:D Svo í gær...var bara major tiltektar dagur hér heima;) þangað til að ég fór út með Þórdísi og við skelltum okkur á stokkseyri í partý til vins Lísu og Ástu:D haha það var frekar spes..ég og Þórdís edrú bara haha:D og bara fullt af fólki þarna...ég skemmti mér ekkert mega fyrst en svo  fór það að skána;)

Í dag tekur svo við lærdómur! þarf að gera 2 verkefni í sögu og klára nokkur dæmi í stærðfræði:) ég veit að ég meika ekki að læra eftir vinnu á morgun:)

En segjum þetta gott í bili;)

Kveðja Sigrún:) 

 


Bítlarnir stærri en Jesús?

Ég var að horfa á Simpsons fyrr í kvöld og þar komst upp að Flanders væri HUGE aðdáandi Bítlana. Öllum fannst það frekar skrýtið í þættinum. Flanders sagði þá ,,Are you kidding me? The Beatles were bigger then Jesus!"

Það er svoldið spes að hinn heit trúaði Flanders myndi segja þetta.

Þá fer ég að spá. Þar sem flestir hafa séð Jay Walking í Jay Leno þá hefur það gripið athygli mína að mjög stór prósenta þarna vestan hafs er frekar, tjah hvernig get ég orðað þetta...heimsk:) Og þá koma vissar pælingar upp.

Jesús var jú auðvitað getin af heilögum anda, fæddur af maríu mey og píndur á dögum pntíusar pílatusar..krossfestur dáin og grafin...og svo framvegis ...Svona flestir vita hver hann er:)

Svo eru það bítlarnir...Það eru til fullt af lögum eftir þá þar ber að nefna klassík einsog: Yesterday, Lucy in the sky with diamonds , Sgt. Peppers lonely hearts club, og svona mitt uppáhald Here comes the sun /inner light af LOVE plötunni;)

Svo má ekki gleyma sóló feril John Lennon með lögin Imagine og Working class hero.. Sóló ferill Paul McCatney og bara þeirra allra...

Hvert lifandi mannsbarn ætti að vita að John Lennon var myrtur...og það veit það ekki núna þá mun það vita það bráðum haha...

Það eru myndir til..einsog : Yellow Submarine og Help!

Þeir voru og eru útum allt!

Það eru til margar myndir um Jesús og biblíuna sem eru sýndar á jólum og páskum en hver horfir á þær?

Haha ég er allveg nokkuð trúuð manneskja en ég fer bara svona að spá og spögulegra...Eru bítlarnir stærii en Jesús? :)

Kveðja Sigrún:)

Nýtt ljóð beint úr Sigrúnu:D

Jább hér er nýjasta nýja ljóðið mitt:) í svipuðum dúr og síðasta;) hehe en hér er það:)
 
 
Móðursýki
---------------- 
Einn dag varð allt svart,
myrkrið skall á og veröldin tók að hrynja.
Of margt ógert, sem gert var var margt,
öll ósköpin samt á man fóru að dynja.

Það sem ég hafði er horfið,
það sem ég átti er farið.
Stari bara á borðið,
sit með aumt marið.

Eitt tár rennur niður kinn,
innann skamms eru þau fleiri.
Móðursýki brýst út við söknuðinn
og betra að enginn heyri.

Minningar rifjast upp fyrir mér
óteljandi margar.
Verð að sætta mig við það sem er
og tjáning inní mér argar.

Í reiðis kasti ég rýk út,
gleymi stað og tíma.
Drekki mér í sorg og sút
og svara ekki einusinni í síma.

Strunsa út og suður,
stansa og stari.
Í huga heyrist kliður
og þetta virðist allt sem ljótur brandari.

En enn og aftur upplifi ég það
að þetta er allt satt.
Legg hugann í heilabað
og set upp minn sorgar hatt.

Lífið heldur áfram,
eða svo er mér sagt.
Veggjunum geng meðfram
og þykist ekki heyra margt

Í andateppu ég játa
að svona er bara lífið.
En að upplifa það á þennan máta
er á engan hátt væmið.
 ---------------
Höf: S.B.
 
Kveðja Sigrún:D 

Ljósanótt!

Jahá ég skellti mér á ljósanótt í gær kveldi með henni Hildi:D

Við komum þangað um 11 leitið og fundum okkur fínan stað í klettunum til að horfa á flufelda sýninguna:P Soldið skrautlegt að sjá okkur labba í steinunum í hælaskóm:'D hahaha...svo kom bara þessi mikla demba meðan flugelda sýningin var! :| Við urðum rennblautar! En þessi flugelda sýning var ekkert það merkileg sökum skýja sem mynduðust af reyk og marr bara sá ekki flugeldana sjálfa hahaha:D

Við fórum síðan og röltuðum fram og til baka og svo bara útí bíl og spjölluðum þangað til klukkan var orðin hálf eitt og ákváðum þá að drýfa okkur!

Eeeeen þá! Var risastór umferðarteppa og sátum fastar í henni í umþaðbil eina og hálfa klukkustund!!! Ég hef aldrei verið í tvo tíma á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur! :'D 

Við skemmtum okkur svosum bara ágætlega haha:D Nema grey Hildur var að drepsat í fætinum , kúplingar fætinum hehe:P

Þetta var bara ágætis ljósanótt með svolítilli rigningu sem gerði bara þjóðhátíðar stemmara:Pog fyrir utan átunndabekkjar púkana sem voru of kúl fyrir heimin að uppgötva áfengi! :P

Hahaha en Sigrún kveður að sinni;) 


..lög kannski? ærónó

Ég hef ekki titil á þessa blogg færslu..þetta er bara svona bulli blogg...hmm...

Ég er komin með æði fyrir lagi sem er geðveikt skrýtið að ég skuli vera með æði fyrir..eða bara fyndið að ÉG hafi fengið æði fyrir því:) Það heitir Superman og er með hljómsveitinni Five for Fighting.. Já æji ég veit ekki þetta er bara eikkað svo "sætt" lag..þó sé bara um væl að ræða..en bara eikkað við línuna : I'm more than a bird, I'm more than a plane.. gerir það bara eikkað svo krúttlegt:) Þetta lýsir bara superman með tilfinningar og bara superman í leit að sjálfum sér:)

Talandi um sæt lög..þá verð ég að nefna Here comes the sun/ inner light með Bítlunum af disknum LOVE...það er bara ýkt sætt:) sérstaklega að hlusta á það við sólar upprás þá líður manni bara eikkað svo vel:) Best að hlusta á það í byrjun sumars:)

Svo eru það jolly lög:)

Þar vil ég nefna Down on the corner  með Creedence Clearwater Rivival :D það er geðveikt svona jolly lag manni langar bara að vera í road tripi og syngja með hástöfum og dilla hausnum í góðra vina hópi:D 

Svo verð ég líka að nefna Sweet Home Alabama með Lynyrd Skynyrd :D Ef það er ekki mest jolly lag sem til er þá er ég ekki sú sem ég held ég sé:P

Svo eru það stuðlög svona til að hlusta á þegar marr hleypur eða djammar við:D

Þar ber að nefna Right here, right now með Fatboy Slim :D  Það er hressandi og líka Yeah Yeah með Bodyrox ft. Luciana :D það er wake up lagið mitt á leiðinni í vinunna á morgnana:)

Ég gæti talað endalaust um allskonar lög þar sem tónlist er risa stór partur af mínu lífi:P Kann að spila á trommur og eikkað á píanó og sitthvað á bassa...en missionið hjá mér er að læra betur á gítarinn minn haha:P ég þarf bara að kaupa mér nýja strengi og stilla hann...eikker gerði hann laglausan hver sem það var:/ haha:)

Svo er  minn playlisti bara allt sem til er haha segji...flestar hljómsveitirnar sme ég fíla eru á myspace síðunni minni...semsagt í music og svo er ég með massaðan playlista;) haha

En segjum þetta gott er farin að gera eikkað hvað svosem það nú er:)

KVeðja Sigrún:) 


Smá ljóð sem ég gerði fyrir nokkru

Ég ákvað að skella þessu ljóði hér inn að ganni..gerði það á hinu blogginu mínu held ég en ætla aðs etja það bar líka hér...kannskis et ég fleiri:)

 

 Missir

------------ 

Þú fórst svo fljótt,
þú fórst í skyndi.
Þetta finnst mér ljótt,
að lífið sé ekki alltaf yndi

Ég sakna þín svo mikið,
það er erfitt að anda,
og fyrir vikið
er frekar aumt að standa.

Tíminn var ekki í okkar liði,
og mér finnst það ekki rétt.
Í hjarta mínu er mikill sviði,
eftir þessa sorgarfrétt.

Ég mun lifa í sorginni allt mitt líf,
sit með brostið hjarta.
Sjáumst næst þegar ég á vængjum svíf,
og sé þig og himininn bjarta.

Höf. S.B.

 

Kveðja Sigrún:) 


Fyrir 6 árum!

Já þennan dag fyrir 6 árum fæddist lítill drengur. 10 og hálf mörk og 48 cm:)

 Það var hann Kristófer Karl litli frændi minn sem kom í heiminn:) og í dag er hann 6 ára! :D

Vá hvað þetta er búið að líða fljótt...þau stækka skjótt:)

Ég man bara þegar hann var nokkurra mánaða að ég var að hlæja hvað ég yrði gömul þegar hann byrjaði í skóla...og viti menn...ég er gömul en ekki svo hehe segji;)

En til hamingju sætasti Kristófer Karl:D ;***

Kveðja Sigrún stolta stóra frænka:D


AsTrópía!

Hæ, hæ og halló! :D

Ég skellti mér í bíó í kveld með Odd og við skélltum okkur á myndina Astrópíu :D

Mikið rosalega var þetta skemmtielg mynd:D allveg 1100kr. virði sko:P

Ég mæli með að allir sjá hana hún er bara snilld:D Fær allaveg fullt hús stiga hjá mér:D

En ég reyndar mundi eftir einu áðan þegar við vorum búin að kaupa miðana...og það var minning frá því að ég var að fara í bíó á Ísafirði með vinum mínum meðan ég bjó þar. Ég mundi þarna að einu sinni hafði ég verið að bölva hækkun bíóverðsins úr 500 krónum uppí 550 krónur og sagði að einn daginn myndi ábyggilega kosta þúsundkall í bíó.Og viti menn það kostar venjulega í bíó núna 900 kr en á íslenska mynd 1100 krónur...ég hef samt oft velt fyrir mér afhverju íslensku myndirnar séu dýrari í bíó en aðrar *hugs-i-hugs* En rosalega var ég klár krakki að fatta að einn daginn yrði það svona dýrt! haha segji;) en Hefði ég verið að fara á erlenda mynd þá hefði ég ekki þurft að borga nema 650 krónur á myndina...því í sambíóunum borgar marr bara 650 kall ef þú borgar með kortinu frá kaupþingi;D  Ég varð bara pínu súr;)

En ef við pælum smá í nafninu á myndinni þá verð ég ða viðurkenna eitt. Fyrst þegar ég heyrði að það ætti að gera þessa mynd þá hugsaði ég: ,,Astrópía? Er þetta eikker léleg mynd um útúr tjúttaða stelpu sem er að grenja yfir því að Astró hafi hætt?" haha jább ég einfaldlega hugsaði þetta : Astró Pía! haha:D Hvað á maður annað að hugsa?  haha:D

En snilldar mynd og allir á hana...þú ert ekki réttmætur Íslendingur nema þú sjáir þessa mynd! haha:D segjum svona í flippinu;P

En er farin að hvíla mig fyrir brjálæðið á morgun;)

Adios mi amigos y amigas:D

Kveðja Sigrún:) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband