Smásál

Smásál
-----------
Ef ég tjái tilfinningu,
þá er ég að væla.
Það er stundum erfitt að hugsa,
án þess að fara að skæla.

Lífið heldur áfram já,
hvað ertu að pæla?
Þetta er svo útúrsnúið allt saman,
að mig langar til að æla.

Ég er bara lítill fugl,
sem er ófleygur.
Ef ég get ekki gert eitthvað,
þá kallaru mig heigul.

Það er bara erfitt fyrir mig ,
allavega einsog er.
Þú berð ekki fyrir því virðingu,
hvað þá fyrir mér.

Þú ert einsog kónguló,
sem vefur mér í vef.
Hjálparlaus lítil vera,
sem reynir að slíta sig frá þér.

Stundum þarf fólk súrefni,
en ég næ ekki að draga andann.
Mér finnst það svoldið aumkunarvert,
að þú getir ekki séð og skilið vandann.

(höf. SB)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Viktoría Kristjánsdóttir

Knús í Krús....

Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, 3.12.2007 kl. 19:00

2 identicon

Fallegt... samt svo sárt!

Erla Björk Einarsdóttir 6.12.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Sigrún Baldursdóttir

jáh...svoldið:D

Sigrún Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband