Árið 2007 í heild sinni

Þetta ár hefur svo sannarlega verið mikið ár.

Ár breytinga, gleði, sorgar, djamms, ferðalaga...og lengi gæti haldið áfram.

Þetta ár hefur verið svolítið verulega skrýtið. Öðruvísi en öll önnur ár. Því auðvitað er ekkert ár eins, aldrei sami dagurinn aftur. Maður rígheldur í minningar liðinna ára í von um að gleyma þeim aldrei þar sem þær eru manni dýrmætar og ómissandi, og vonar að einn daginn verður maður ekki alzheimer að bráð.

Janúar - Júní: Þetta var mjög sérstakt tímabil. Árið byrjaði nokkuð vel, en ýmislegt gekk á. Ég byrjaði aftur í skóla og hætti aftur. Byrjaði aftur að vinna eins og klikkhaus. Ég varð árinu eldri í Apríl. Allveg 19 ára gömul. En aldrei grunaði mig það að þegar ég yrði 19 ára að mánuði seinna væri einni manneskju færra í fjölskyldunni. Mikilvægri manneskju sem ég minnist hverja mínútu á hverjum degi. Manneskja sem er nánari þér en nokkur annar gæti komið til með að vera. MAnneskjan sem þú deildir líkama með í 9 mánuði. Já manneskjan sem er móðir mín. Því miður varð hún krabbanum að bráð á þessu ári, og sakna ég hennar sárt.

Júlí - Desember: Öll sorgin lifir enn eftir fráfall móður minnar. En samt lífið verður að halda áfram. Síðasta sumar fór ég í allnokkrar útilegur og fór í fyrstu utanlandsferðina mína! Ég djammaði allveg vel og mikið, samt ekkert of mikið. Ég fór að vinna enn meira í haust og fór í kvöldskóla. Einkennist bara allt af vinnu. Í desember eru jól, srýtinn jól en góð jól.

Þegar ég lýt yfir árið sem er að líða, þá er það fullt af gleði og sorg. Ég tek árinu sem er að koma fagnandi. Búinn að heita því að ég fari í ræktina á fullu og ætla ég að standa við það í þetta skipti. Ég ætla líka meira til útlanda! Og vera dugleg að spara. Yfirleitt er ekki staðið við nýárs heitin en ég  get ætla og skal standa við þau!  Enda verð ég líka 20 á næsta ári!!!

Núna horfi ég bjartsýn framá við. Hlakka til þessa árs!

Gleðilegt nýtt ár öll sömul og takk fyrir það gamla! Megi þetta ár verða okkur öllum til hins betra!

Kveðja SigrúnWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Viktoría Kristjánsdóttir

Duglega krúttið mitt lövjú longtæm

Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, 31.12.2007 kl. 03:12

2 Smámynd: Sigrún Baldursdóttir

úú mí löv jú long time tú:D

Sigrún Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband